Auglýsing

Bono heppinn að vera á lífi eftir að hurð rifnaði af einkaþotu

Bono, söngvari U2, er heppinn að vera á lífi eftir að hurð rifnaði af einkaþotu sem hann ferðaðist með frá Dublin til Berlínar.

Bono var á ferðinni ásamt fjórum vinum á leiðinni á Bambi tónlistarverðlaunin þegar slysið átti sér stað. Félagar hans í U2 voru ekki með í för. Þegar flugvélin nálgaðist Þýskaland rifnaði hurðin af og hefðu afleiðingarnar geta orðið skelfilegar.

„Hann er afar heppinn að vera á lífi,“ er haft eftir heimildarmanni Daily Mail í Írlandi. „Þeir heyrðu óhljóð aftan úr vélinni. Þeim var brugðið en ferðin hélt áfram og þeir gátu lent á flugvellinum í Berlín.“

Það var ekki fyrr en þeir lentu að þeir áttuðu sig á alvarleika málsins.

„Hurðin var fokin af og farangur Bono og félaga fór með. Þeir voru í slíkri hæð að hvað sem er hefði getað gerst.“

Yfirvöld á flugvellinum í Berlín staðfestu að vélin hafi lent skemmd. Á blaðamannafundi í kjölfarið sagði Ralf Kunkel, upplýsingafulltrúi flugvallarins, að lögreglan rannsaki málið.

Þá sagði hann að hluti vélarinnar hafi lent í Brandenburg.

Talsmaður Bono hefur ekki tjáð sig um málið.

Fylgdu Nútímanum á Facebook og Twitter og þú missir ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing