Auglýsing

Netflix slaufar uppistandi Bill Cosby: Janice Dickinson segir hann hafa nauðgað sér

Afþreyingarrisinn Netflix hefur frestað útgáfu á sérstöku uppistandi grínistans Bill Cosby í kjölfarið á því að fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað hann um að hafa nauðgað sér.

Í stuttri yfirlýsingu frá fyrirtækinu kom fram að uppistandinu, sem átti að vera í boði 27. nóvember, hafi verið frestað. Ekkert er sagt um hvort eða hvenær það verði í boði fyrir notendur efnisveitunnar. Talsmaður Netflix vildi ekki tjá sig meira um málið.

Þetta gerist í kjölfarið á því að fyrirsætan Janice Dickinson bættist í hóp þeirra kvenna sem sakað Cosby um að hafa nauðgað sér. Dickinson sagði í viðtali í þættinum Entertainment Tonight í vikunni að Cosby hafi nauðgað henni eftir fund sem þau áttu í Kaliforníu árið 1982.

Dickinson sagðist vilja segja sögu sína til hjálpa hinum konunum sem hafa stigið fram:

Hann gaf mér vín og pillu. Næsta morgun vaknaði ég ekki í náttfötunum mínum og mundi að áður en ég missti meðvitund beitti þessi maður mig kynferðislegu ofbeldi. Þetta gerðist fyrir mig og þetta er sönn saga. Ég trúi öllum hinum konunum.

Á meðal þeirra sem hafa sakað Bill Cosby um kynferðisofbeldi eru blaðakonan Joan Tarshis, sem sagði Cosby hafa nauðgað sér tvisvar þegar hún var að reyna að koma sér á framfæri sem leikkona á sínum yngri árum.

Þá birti listakonan Barbara Bowman grein í Washington Post í síðustu viku þar sem hún hafði sömu sögu að segja. Ásakanir um kynferðisofbeldi Cosby hafa oft komið fram í gegnum tíðina og árið 2006 greiddi hann einu fórnarlambi bætur til að forða málinu frá dómstólum.

Lögmaður Cosby sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem kemur fram að Cosby ætli ekki að tjá sig um málið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing