Auglýsing

Hugleikur um Julien Blanc: „Asnalegt að banna fólki að koma hingað“

Teiknarinn Hugleikur Dagsson blandar sér í umræðuna um „stefnumótaþjálfarann“ Julien Blanc sem hyggst halda námskeið hér á landi á næsta ári. Hugleikur segir á Facebook-síðu sinni að það eigi ekki að banna honum að koma hingað til lands.

Rúmlega 10 þúsund manns hafa skrifað undir lista þar sem miðar að því að stöðva komu Blanc til landsins. Hugleikur segir að það sé asnalegt að banna fólki að koma hingað til lands. Blanc hefur verið meina að koma til Bretlands og var nýlega vísað frá Ástralíu.

„Hversvegna að gera hann að píslarvotti? Drulluhalar eins og hann eru fyrstir til að fagna ritskoðunum og brottvísunum. Fokkfeis eins og hann þykjast nefnilega vera fánaberar málfrelsis og nota það óspart til að réttlæta niðurganginn sem vellur uppúr kokinu á þeim,“ segir hann.

Ef við meinum honum inngöngu mun hann monta sig á twitter og fá fullt af rítwíti frá sorglegum her af heiladauðum rúnkþefjandi mannöpum með öfugar derhúfur. Hann verður hetja meðal skunka og skíthæla og það er það sem hann vill. Við skulum ekki gera honum þann greiða.

Hugleikur leggur til að karlmenn landsins reyni við Blanc á meðan hann er hér á landi, ef hann kemur.

„Karlrembur eins og þetta gerpi eru nær undantekningarlaust hómófóbískir. Þeir óttast ekkert meira en að einhver tríti þá eins og þeir tríta konur. Ég segi að við reynum við Julien Blanc. Allir sem einn,“ segir Hugleikur.

„Ef við sjáum hann útá götu, blikkum hann. Blístrum á hann. Ef við hittum hann á bar, klípum hann í rassinn. Ég var að hugsa um að gefa honum fingurkoss. Ég hvet alla karlkyns fréttamenn til strjúka honum um lærið. Ég hvet alla stóra karlmenn til segja honum hvað hann er með fallegan munn. Hvet alla karlkyns barþjóna til að hvísla að honum að þeim langi inn í hann.“

Smelltu hér til að lesa pistil Hugleiks.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing