Þið sem teljið Hönnu Birnu eiga hrós skilið fyrir að segja af sér. Það er gott og blessað að hvetja til samstöðu frekar en sundurlyndis, en komm on.
Hanna Birna á alls ekkert hrós skilið. Í heilt ár hefur fjármunum, tíma og þolinmæði þjóðarinnar verið sóað í þetta óþverramál. Ég hef enga trú á því að Hanna Birna hafi komið af fjöllum þegar Gísli Freyr játaði.
Hafi ég rangt fyrir mér breytir það hins vegar litlu. Fyrir utan það að hún bar ábyrgð á honum þá voru afskipti hennar af lögreglurannsókninni í besta falli vafasöm, í versta falli glæpsamleg.
Síðan málið kom upp hefur Hanna Birna ekki sýnt neitt nema barnaskap og hroka. Hún ber enga virðingu fyrir almenningi, hvorki þeim sem kusu hana né hinum sem gerðu það ekki. Það sýnir sig meðal annars á því að hún telur sig hæfa til að sitja áfram sem þingmaður.
Hvernig ætli hún réttlæti það fyrir sjálfri sér? Ég myndi ekki einu sinni treysta henni til þess að keyra út Sómasamlokur.
Og nei, þetta er ekki þórðargleði. Leiðinlegt fyrir hana og allt það. En hún uppsker eins og hún sáir. Í bili. Við munum sjá fullt af henni í íslenskri pólitík áfram. Sem er auðvitað sturlun.
Áfram Ísland!