Það er reyndar spurning hvenær það hættir að vera frétt að Madonna sé að ögra — en við erum aðdáendur og verðum því að birta þessa.
Poppdrottningin er í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði tímaritsins Interview. Skemmtikrafturinn David Blaine tók viðtalið við Madonnu og segir nýjasta lagið hennar, Devil Prays, „fokking“ stórkostlegt.
Hann veltir fyrir sér af hverju lagið fjallar um eiturlyf þar sem hún hefur ekki verið þekkt fyrir að dópneyslu.
Madonna er hins vegar ekki feimin að segja frá eiturlyfjaneyslu fortíðar sinnar og segist í viðtalinu hafa prófað allt einu sinni og segir að lagið fjalli um hvernig fólk notar eiturlyf til að tengjast guði eða æðra stigi meðvitundar.
„En það gerist alltaf eitthvað og tálmynd eiturlyfjanna er þannig,“ sagði hún öllu alvarlegri. „Maður virðist bara komast nær guði með hjálp eiturlyfjanna en á endanum drepa þau mann. Þau rústa þér. Ég meina, ég prófaði allt einu sinni en þegar ég fór í vímu þambaði ég vatn til að koma þeim úr kerfinu. Um leið og ég var komin í vímu vildi ég skola dópinu út. Ég var bara: Ókei, þetta er komið gott.“
Madonna dregur ekkert undan frekar en venjulega.
Smelltu hér til að skoða myndirnar með viðtalinu á vef Interview.