Auglýsing

Björt framtíð vill banna hefndarklám

Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur lagt fram frumvarp sem bannar svokallað hefndarklám með lögum. Hefndarklám dregur nafn sitt af því að myndum er stundum dreift í hefndarskyni að loknu ástarsambandi en jafnframt getur verið um að ræða dreifingu myndefnis sem einstaklingur hefur sent í góðri trú.

Í frumvarpinu er lagt til að eftirfarandi grein verði bætt við almenn hegningarlög:

Hver sem flytur inn, aflar sér eða öðrum, birtir eða dreifir myndefni, ljósmyndum, kvikmyndum eða sambærilegum hlutum þar sem einstaklingur er sýndur nakinn eða á kynferðislegan hátt án samþykkis þess sem á myndunum er, skal sæta fangelsi allt að 1 ári en allt að 2 árum ef brot er stórfellt.

Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að mikil umræða verið um hefndarklám undanfarið, bæði hér heima og erlendis.

„Í apríl sl. birtist m.a. frétt þess efnis að á erlendri spjallsíðu væru íslenskir karlmenn að skiptast á myndum af fáklæddum íslenskum stúlkum. Þær yngstu væru á fjórtánda aldursári og fram kom að hundruð mynda af íslenskum stúlkum væru komnar inn á spjallsíðuna. Þá virðist raunin vera sú að konum í áberandi stöðum í samfélaginu, t.d. í kvikmyndaleik, hefur verið að því er virðist kerfisbundið ógnað með dreifingu á myndefni af þeim sem er til þess fallið að lítillækka og kúga. Alheimssamfélagið hefur brugðist við, umræðan hefur verið mikil og niðurstaðan er sú að í raun í sé um kynferðisafbrot að ræða.“

Stutt er síðan stolnum myndum af Jennifer Lawrence og fleiri leikkonum var dreift um netið. Nútíminn fjallaði um málið og birti meðal annars þessa frétt um viðbrögð leikkonunnar:

Þetta er ekki eitthvað sem fylgir starfinu. Þetta er líkaminn minn og valið á að vera mitt. Að valið skuli ekki vera í mínum höndum er viðbjóðslegt. Ég trúi ekki að við búum í slíkum heimi.

Smelltu hér til að lesa frumvarpið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing