Auglýsing

Hanakamburinn kostaði Jón Gnarr vinnuna

Jón Gnarr rifjar upp gamla sögu á Facebook-síðu sinni í dag. Jón er kominn með 100 þúsund like á Facebook en það er önnur saga.

Jón segir frá því þegar hann var ungur maður að vinna í matvöruverslun og mætti með nýja klippingu í vinnuna. Afleiðingarnar voru skelfilegar:

Þegar ég var 14 ára vann ég í kjötborði í matvöruverslun. Dag einn mætti ég í vinnuna með hanakamb og var rekinn. Ég fór grátandi heim. Pabbi fór með mig á hárgreiðslustofu og keypti handa mér þessa hárkollu. Svo keyrði hann mig aftur í matvöruverslunina. Ég var ekki ráðinn aftur.

Jón segist þó hafa geymt hárkolluna. „Ég hélt hárkollunni og á þessa ótrúlegu sögu að segja. Ég notaði hárkolluna í partíum og til gamans.“

Hér má sjá Jón með hárkolluna:

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing