Auglýsing

Valitor sagði Kortaþjónustuna vera síkvartandi

Valitor sagði fyrir fimm árum Kortaþjónustuna vera síkvartandi. Síðan þá hafa tvö fyrirtæki undir stjórn þáverandi forstjóra, Höskulds Ólafssonar, þurft að borga háar sektir til Samkeppniseftirlitsins, Valitor og Arion banki.

Ari­on banki, Íslands­banki, Lands­bank­inn, Borg­un og Valitor hafa, hvert fyr­ir­tæki fyr­ir sig, gert sátt­ir við Sam­keppnis­eft­ir­litið vegna rann­sókn­ar eft­ir­lits­ins á sam­keppn­is­höml­um á greiðslu­korta­markaði. Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur lagt sekt­ir á fé­lög­in sem sam­an­lagt nema 1.620 millj­ón­um króna. Þetta kemur fram á mbl.is.

Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu er sekt Ari­on banka 450 millj­ón­ir króna og sekt Valitors 220 millj­ón­ir.

Málið hófst árið 2009 þegar Kortaþjónustan ehf. kvartaði annars vegar undan útgefendum greiðslukorta, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum, og færsluhirðunum Borgun og Valitor hins vegar. Taldi Kortaþjón­ust­an að þess­ir aðilar hefðu gerst brot­leg­ir við sam­keppn­is­lög og endaði það með risasekt í dag.

Áhugavert er að skoða frétt Vísis frá því í júlí 2009. Þar kemur fram að Höskuldur Ólafsson, þáverandi forstjóri Valitors, segi Kortaþjónustuna vera síkvartandi og að kæran eigi ekki við rök að styðjast. Þá er áréttað að Valitor hafi fylgt reglum í hvívetna. Höskuldur er í dag forstjóri Arion banka.

Í apríl í fyrra var Valitor einnig sektað um 500 milljónir vegna alvarlegra samkeppnisbrota sem áttu sér stað 2007 og 2008.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing