Auglýsing

Örskýring: Sigmundur Davíð sæmdur stórkrossi fálkaorðunnar

Um hvað snýst málið?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu þann 13. desember síðastliðinn. Frá þessu var fyrst greint á DV.is.

Hvað er búið að gerast?

Ekki hefur verið greint frá veitingunni annarsstaðar en á undirsíðu nefndar sem veitir fálkaorðuna á vef embættis forseta Íslands. Sigmundi Davíð var veitt orðan skömmu eftir að hann snéri aftur úr fríi sem hann fór í með eiginkonu sinni vegna fertugsafmæli hennar.

Stórkrossinn er þriðja efsta stig fálkaorðunnar. Orðustig Hinnar íslensku fálkaorðu eru fimm talsins:

Fyrsta stig orðunnar er riddarakrossinn og eru flestir orðuþegar sæmdir honum. Annað stig er stórriddarakross, þriðja stig stórriddarakross með stjörnu og fjórða stig er stórkross. Æðsta stig fálkaorðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hana bera einungis þjóðhöfðingjar.

Hver veitir orðuna?

Sex manns sitja í orðunefnd fálkaorðunnar. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, er formaður nefndarinnar. Aðrir sem sitja í nefndinni eru Ellert B. Schram, Rakel Olsen, Ólafur Egilsson, Þórunn Sigurðardóttir og Örnólfur Thorsson.

Öllum er frjálst að tilnefna einstaklinga sem þeir telja verðuga orðuþega. Sérstök nefnd, orðunefnd, fjallar um tilnefningar til orðunnar og gerir tillögur til forseta um hverja skuli sæma henni.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

 

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing