Auglýsing

Bjartsýni í kjaraviðræðum við lækna

Kjaraviðræðum lækna við ríkið hefur miðað nokkuð og standa vonir til að samningar takist um helgina. Formaður félags heimilislækna sagðist í hádegisfréttum RÚV bjartsýnn á að samningar náist. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Verkfall lækna skellur á 5. janúar ef það verður ekki samið fyrir þann tíma. Samningafundur lækna stendur nú yfir hjá Ríkissáttasemjara og samningafundur hjá skurðlæknum hefst klukkan þrjú í dag.

Ríkið lagði fram tilboð á milli jóla og nýárs sem læknar höfnuðu.

Þórarinn Ingólfsson, formaður félags heimilislækna, staðfestir á RÚV í dag að hljóðið hafi batnað til muna í samninganefndinni:

Það sem við vorum að ræða í gær voru mál sem standa svolítið út af borðinu. Okkur er mikið í mun og umhugað um mönnunina – og að gera það sem þarf að gera bæði til þess að manna vel úti á landi og á höfuðborgarsvæðinu.

Hann er bjartsýnni en áður um að samningar takist um helgina.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing