Auglýsing

Ásmundur kallar ræktarfélagana stelpur: Björt segist taka meira í bekk

Líkamsræktarstöðvar fyllast jafnan á nýju ári og þingmenn láta ekki sitt eftir liggja. Vísir birti í dag frétt um ræktarferð Brynjars Níelssonar, Ásmundar Friðrikssonar og Jóns Gunnarssonar, þingmanna Sjálfstæðisflokksins og sagðist Brynjar vera nær dauða en lífi eftir æfinguna:

Gamla knattspyrnuhetjan lætur verulega á sjá og stendur ekki vel að vígi. […] Nei engar myndir teknar, eiginlega bannað í bili. Vigtun er bönnuð einnig en mér finnst líklegast að ég sé léttastur en bilið er örugglega ekki mikið.

Ásmundur vísar í fréttina á Facebook-síðu sinni í dag og segir gott að fá Brynjar í hópinn:

„Ég hef haft Jón Gunnarsson og Engilbert Snorrason með mér en þeir ganga undir nöfnunum „stelpurnar“ í gymminu á Nordica og nú bætist Brynjar við þann hóp. Ef menn eru að tala um fyrrverandi íþróttamenn þá eigum við Jón Gunnarsson báðir leik í efstu deild á Íslandi og langur handboltaferill minn er mörgum í fersku minni.“

Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, virðist ekki ánægð með karlrembuleg ummæli Ásmundar og leggur orð í belg:

„Smart. Þessi stelpa tekur meira í bekk en þið allir, Ásmundur minn.“

Björt hefur eflaust rétt fyrir sér þar sem hún hefur stundað lyftingar af kappi undanfarið og eru þremenningarnir úr Sjálfstæðisflokknum komnir af léttasta skeiði.

Það er þó aðeins ein leið til að sanna það og Nútíminn kallar eftir bekkpressukeppni þingmanna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing