Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir stefnt að því að endurgreiða Þjóðkirkjunni niðurskurð upp 660 milljónir sem hún varð fyrir eftir hrun. Þetta kemur fram á vef RÚV. Hún segir að Þjóðkirkjan sé mjög mikilvæg stofnun í samfélaginu.
Sjá einnig: Úr hverju hefur Þjóðkirkjan að spila
Starfshópur á vegum innanríkisráðuneytisins hefur lagt til að þjóðkirkjan fái endurgreiddan þann niðurskurð sem hún tók á sig umfram aðrar stofnanir eftir hrun. Sú upphæð nemur um 660 milljónum króna.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra óskaði eftir bréfi frá Agnesi M. Sigurðardóttur biskup um fjárveitingar til Þjóðkirkjunnar. Í bréfinu varaði Agnes við því að sóknargjöld yrðu skorin meira niður. Málið er nú á borði innanríkisráðherra.
Sjá einnig: Efnahagsráðgjafi Sigmundar er sonur biskups Íslands
Ólöf Nordal segir í fréttum RÚV að það sé skýr vilji af hálfu ríkisstjórnarinnar að mæta þörfum kirkjunnar.
Ég vil hins vegar taka það fram að kirkjan hefur orðið fyrir miklum niðurskurði á undanförnum árum. Það er eitthvað sem allar stofnanir þjóðarinnar hafa lent í. Og ekki síður þær stofnanir sem heyra undir þetta ráðuneyti. En ég vil taka heilshugar undir það með forsætisráðherra að það er mikilvægt að líta sérstaklega til kirkjunnar á þessum tímapunkti