Samningar hafa tekist í kjaradeilu Læknafélags Íslands og ríkisins. Verkfalli er því aflýst og vinna hefst með venjubundnum hætti að morgni miðvikudagsins 7. janúar 2015. Læknum verður kynnt innihald hins nýja kjarasamnings á næstunni. Fundur auglýstur síðar. Þetta kemur fram á vef Læknafélags Íslands.
Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins, segir í samtali við RÚV að nýi samningurinn feli í sér þónokkrar breytingar á vinnufyrirkomulagi lækna, en einnig launahækkanir. Samningurinn sé fyrsta skrefið í því að leiðrétta laun lækna.
Skurðlæknafélagið og samninganefnd ríkisins hittast svo á fundi klukkan tíu. Þar verður freistað þess að semja við þennan mann og kollega hans: