Auglýsing

Fór sem Kenneth Máni á Litla-Hraun

Leikarinn Björn Thors fór með Bubba Morthens á Litla-Hraun á aðfangadag sem Kenneth Máni. Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag. Hann segir stemninguna hafa verið furðulega hátíðlega:

Það er sannur jólaandi í loftinu þarna hjá þeim sem eru í þessum sporum og á sama tíma merkingarþrungið fyrir okkur sem eru að koma í heimsókn á þessum tíma. Fangarnir fögnuðu Kenneth mjög og þetta gekk mjög vel. Honum leið mjög vel þarna og var greinilega á heima- velli. Hann var jafnvel með þá hugmynd að hefja landssöfnun undir nafninu Kenneth heim.

Bubbi Morthens hefur farið á hverjum jólum á Litla-Hraun og haldið tónleika í rúm 30 ár og segir Björn í Fréttatímanum það hafa verið magnað að fá að fara með.

Sjá einnig: Kenneth Máni hringdi í Útvarp Sögu

„Það var gaman að fylgjast með Bubba þarna og manni líður eins og maður sé að gera samfélagslegt góðverk,“ segir Björn.

„Það var sérstök tilfinning að borða grjónagraut með vörðunum og stíga svo á svið til þess að skemmta föngum. Það er nauðsynlegt að leyfa fólki að hlæja og jafnvel láta þeim líða eins og frjálsum í nokkrar mínútur.“

Sýning Kenneths Mána í Borgarleikhúsinu var frumsýnd í fyrra og gengur enn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing