Auglýsing

Sex hlutir um Jóhann Jóhannsson sem þú vissir ekki endilega

Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson fékk Golden Globe-verðlaunin nú í nótt fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything eftir James March. En hver er maðurinn? Nútíminn tók saman nokkra punkta um þennan fyrsta íslenska Golden Globe verðlaunahafa.

 

Jóhann Jóhannsson er fæddur í Reykjavík árið 1969. Englabörn, fyrsta platan hans, kom út árið 2002. Hann nýtur mikillar virðingar í tónlistarbransanum og hérna er alvarleg mynd af honum:

Jóhann samdi tónlistina í kvikmyndinni Dís sem kom út árið 2004. Silja Hauksdóttir leikstýrði myndinni en hún leikstýrði einnig áramótaskaupinu á síðasta ári.

DIS_Still3kl

Jóhann var í hljómsveitinni Apparat Organ Quartet sem var stofnuð árið 1999. Hljómsveitin hefur gefið út tvær velheppnaðar plötur. Sú fyrsta var samnefnd hljómsveitinni og kom út árið 1999. Árið 2010 kom svo út Polýfónía. Hér kemur Apparatið fram í Kastljósinu árið 2007.

Í hljómsveitinni er í dag Hörður Bragason, Sighvatur Ómar Kristinsson, Úlfur Eldjárn (já, bróðir Ara) og Arnar Geir Ómarsson, trommari HAM. Þetta er HAM (þið vitið það alveg. Við vildum bara setja lag með HAM í þessa færslu. Svo var Jóhann líka einu sinni í HAM):

Lagið The Sun’s Gone Dim And The Sky’s Turned Black eftir Jóhann vakti mikla athygli þegar það var notað í stiklunni fyrir kvikmyndina Battle Los Angeles árið 2011.

Hann samdi líka tónlistina í kvikmyndinni Prisoners sem var frumsýnd í fyrra. Myndin er stórkostleg og tónlistin hans Jóhanns líka. Með aðalhlutverk fara Hugh Jackman, Jake Gyllenhall, Viola Davis og Maria Bello.

prisoners

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing