Auglýsing

Örskýring: Fjárdráttur Björgvins G.

Um hvað snýst málið?

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, er sakaður um að hafa dregið að sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. Björgvini var vikið frá störfum án uppsagnarfrests síðastliðinn föstudag og hóf störf sem annar ritstjóra miðilsins Herðubreiðar.

Hvað er búið að gerast?

Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir á Kjarnanum að Björgvin hafi dregið sér 400 til 500 þúsund krónur.

Björgvin millifærði 250 þúsund krónur á reikning sinn í nóvember í fyrra og segir í yfirlýsingu að um fyrirframgreidd laun hafi verið að ræða. Egill segir í viðtali á Vísi að Björgvin hafi ekki haft neina heimild fyrir þessu, hvorki hjá oddvita né gjaldkera. „Þessi færsla kemur svo ekki ljós fyrr en núna við áramótauppgjör,“ segir hann.

Auk 250 þúsund króna millifærslunnar notaði Björgvin debetkort sveitarfélagsins til að kaupa bensín, matvöru, myndavél og fleira.

Björgvin segir í yfirlýsingunnu að myndavélin hafi verið ætluð til nota fyrir heimasíðu Ásahrepps og fleira. Egill segir hins vegar að umrædd myndavél hafi aldrei sést á skrifstofum sveitarfélagsins.

Hvað gerist næst?

Oddviti Ásahrepps á von á því að málið verði kært til lögreglu.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing