Verkefnið sem kallast Us V Them hefur birt myndband á Youtube til höfuðs stóru tóbaksframleiðendunum.
Fólk er hvatt til að sýna 14 ára unglingum myndbandið á afmælisdegi þeirra og ætlunin er að senda tóbaksframleiðendum fingurinn.
Á vef verkefnisins er skýrt tekið fram að skaðsemi reykinga sé öllum kunn og að ætlunin sé ekki að væla yfir því að fólk sé að reykja. Ætlunin er að vaða beint í stórfyrirtækin sem framleiða sígaretturnar þar sem yngri kynslóðir þurfa að byrja að reykja svo að þau lifi um ókomna tíð.
Myndbandið er ansi hrollvekjandi. Horfðu á það hér fyrir neðan.