Stúlknasveitin The Charlies hefur sungið sitt síðasta, eins og fjölmiðlar greindu frá í síðustu viku.
Þær hafa verið reglulega milli tannanna á fólki frá því að þær stofnuðu Nylon á sínum tíma en Klara Ósk Elíasdóttir segir að Einar Bárðarson hafi kennt þeim að hlusta ekki á neikvæðni nöldur. Þetta kemur fram í DV í dag.
„Ég er búin að vera í þessu síðan ég var 18 ára,“ segir Klara í DV.
„Einar Bárðar kenndi okkur snemma að hlusta ekki á neikvæðni eða nöldur og við værum mjög líklega ekki búnar að ganga í gegnum allt sem við höfum gengið í gengið í gegnum, upplifað alla þessa stórkostlegu hluti eða fengið öll þessi frábæru tækifæri til að lifa lífinu og upplifa draumana ef við værum að eyða tíma í einhverjar nöldurskjóður á netinu. Þetta er bara fylgifiskur þess að gera hluti á opinberum vettvangi.“
Í DV kemur fram að ein af rosalegustu kjaftasögunum sé að þær hafi unnið við fylgdarþjónustu út í Los Angeles. „Þetta hef ég aldrei heyrt og get staðfest að þetta er kjaftasaga,“ segir Klara.
Ég heyri voðalega sjaldan kjaftasögurnar um mig. Það kom einhver álíka kjánaleg sem tengdist eiturlyfjum þegar við vorum að byrja sem Nylon. Annars er fólk hætt að nenna að segja mér það þegar það heyrir lygasögur um okkur af því að ég hef voðalega lítinn áhuga á slíku.
Klara vinnur nú að eigin tónlist sem hún segir í DV að sé talsvert frábrugðin tónlist The Charlies.