Auglýsing

Stór viðbót við Snapchat í nýrri uppfærslu

Snapchat kynnt í dag nýja uppfærslu á hugbúnaði sínum sem umbreytir virkni samfélagsmiðilsins og ætti að skapa honum auknar tekjur.

Á meðal þess sem uppfærslan býður upp á er „Discover“ en þar má finna efni frá útgefendum á borð við Vice, CNN, National Geographic og Bleacher Report ásamt efni frá Snapchat. Samstarf við þessa miðla mun skapa auknar tekjur fyrir fyrirtækið sem er metið á 10 milljarða dali.

Á meðal efnis í Discover-liðnum eru myndir, myndbönd, og greinar frá efnisveitunum. Efnið er frábrugðið því sem notendur deila sín á milli á Snapchat þar sem það þarf ekki að vera innan tíu sekúndna rammans sem flestir kannast við. Þessi nýi liður lofar ansi góðu og spennandi verður að sjá hvaða efnisveitur bætast við í framtíðinni.

Nýja uppfærslan býður einnig upp á einskonar nafnspjald, ekki ósvipað QR-kóða, sem aðrir notendur geta skannað með myndavélinni á símanum og þar með bætt viðkomandi notanda við vinalistann.

Svona lítur „nafnspjaldið“ út hjá vefmiðlinum The Verge:

slack_for_ios_upload.0

Uppfærslan er þegar aðgengileg fyrir iOS og Android. Snapchat hefur sent notendum sínum skilaboð um uppfærsluna. Með þeim fylgir tengill sem býður upp á að uppfæra forritið.

Snapchat er gríðarlega vinsælt hér á landi. Erfitt var að meta umfang vinsældanna þangað til símafyrirtækið Nova hóf að fá þekkta einstaklinga til að senda út Snap-færslur í sínu nafni. Útvarpsþátturinn FM95Blö fylgdi í kjölfarið en þeir Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steindi jr. senda út myndskeið sem um 20 þúsund manns skoða að jafnaði.

Frumkvöðlahópurinn Appollo X setti svo í loftið sérstakan Snapchat-miðil: Vaktina í desember á síðasta ári og samkvæmt þeim voru daglegir notendur um 20 þúsund þegar mest var. Hann er frábrugðin því sem t.d. Nova og FM95Blö og fleiri gera að því leyti að notendurnir senda inn efnið sem er svo birt á miðlinum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing