RÚV hyggst standa fyrir Íþróttafréttaskóla fyrir konur í febrúar.
Í frétt á vef stofnunarinnar kemur fram að RÚV leggi mikla áherslu að dagskrá þess og starfsemi endurspegli allt þjóðlífið og hefur markað sér þá stefnu að jafna hlut kynjanna í hópi dagskrárgerðafólks og fréttafólks, sem og viðmælenda og umfjöllunarefna.
Þá segir að erfiðlega hafi gengið að fá konur til liðs við hóp íþróttafréttamanna og með skólanum vilji RÚV stuðla að jafnara kynjahlutfalli á skjánum.
…
Starf á fjölmiðli er frábært fjölmiðlanám. Í staðinn fyrir að halda námskeið í íþróttafréttamennsku fyrir konur, af hverju eru konur ekki bara ráðnar á íþróttadeildina?
Og ef það er svona erfitt, eins og kemur fram í frétt RÚV, er einhver áhugi á námskeiðinu?