Auglýsing

Nútíminn var brjáluð hugmynd

Hey, takk fyrir allar hamingjuóskirnar. Þær eru frábærar og ég er búinn að vera meyr frá því ég vaknaði.

Sjá einnig: Nútíminn valinn besti vefmiðillinn

Nútíminn er eiginlega dæmi um að það sé eitthvað til í orðatiltækinu um að neyðin kenni naktri konu að spinna.

Ég var nefnilega búinn að ákveða að hætta að vera blaðamaður þegar hugmyndin að síðunni kom og vissi ekki alveg hvað ég átti að gera. Nokkrar misheppnaðar tilraunir (og umsóknir) til að komast í einhvers konar markaðsstarf urðu til þess að ég hugsaði dæmið upp á nýtt.

Í staðinn fyrir að reyna að komast að í starfi sem ég kunni ekki ákvað ég að gera það eina sem ég kann, sem er að skrifa fréttir. Tæknilega hliðin hefur blessunarlega verið góðum höndum Guðmundar Sigursteins. Jónssonar frá upphafi og svo heldur annað fólk utan um reksturinn fyrir okkur vegna þess að annars væri eitthvað hræðilegt búið að gerast.

Ég hef komist að því að þegar maður fær svona hugmyndir er ómetanlegt að fá ráðgjöf frá fólki sem sannfærir mann um að þetta sé ekki bara hægt, heldur lofi mögulega bara nokkuð góðu. Snorri Barón, Árni Geir og Jón Garðar sáu um það í mínu tilviki enda eðalmenn sem hefðu pottþétt látið mig vita ef hugmyndin væri glötuð.

Það er líka rosalega auðvelt að missa trú á verkefni sem eru umfangsmikil og yfirþyrmandi en hún Lilja mín er búinn að passa að halda mér í andlegu jafnvægi í öllu veseninu sem kemur upp þegar maður framkvæmir brjálaðar hugmyndir.

Svo hefur peppið bara komið úr öllum áttum og fyrir það er ég gríðarlega þakklátur. Við tókum við þessum verðlaunum í gær fimm mánuðum eftir að vefurinn fór í loftið. Nútíminn á því alveg helling inni og það er haugur af hugmyndum sem á eftir að framkvæma. Bara ef það væri ekki svona ógeðslega mikið að gera.

Þetta er semsagt þakkarræðan sem ég flutti ekki í gær vegna þess að ég vildi frekar vera töff og stuttorður. Takk fyrir mig.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing