Auglýsing

Örskýring: Al-Thani málið

Um hvað snýst málið?

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, sem átti tæplega tíu prósent hlut í Kaupþingi fyrir fall hans, hafa allir verið dæmdir sekir í Al-Thani málinu í Hæstarétti.

22. september 2008 keypti félag sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi fyrir 25,7 milljarða króna. Kaupin voru fjármögnuð með láni frá bankanum.

Fjórmenningarnir voru dæmdir fyrir markaðsmisnotkun á grundvelli laga um verðbréfaviðskipti og umboðssvik samkvæmt hegningarlögum. Ákæran byggði ekki síst á því að Kaupþing hefði fjármagnað fyrrnefnd kaup og að blekkingum hefði verið beitt til þess að fela það.

Hvað er búið að gerast?

Dómur féll í málinu féll í héraðsdómi 12. desember 2013 og voru sakborningarnir fjórir allir dæmdir til fangelsisvistar.Hreiðar Már í fimm og hálft ár, Sigurður í fimm ár, Magnús í þrjú og Ólafur í þrjú og hálft ár.

Dómur Hreiðars Más var staðfestur í Hæstarétti en dómur Sigurðar mildaður um eitt ár og dómar Ólafs og Magnúsar voru þyngdir um eitt ár hvor.

Hvað gerist næst? 

Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm og fangelsisvist bíður því sakborninga.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing