Auglýsing

Fæðubótarefni eru öll djöfulsins kjaftæði

Fyrirsögnin hér fyrir ofan er dæmi um fullyrðingu sem stenst ekki. Það vita allir sem taka fæðubótarefnið lýsi.

Þóra Arnórsdóttir var með löngu tímabæra umfjöllun um fæðubótarefni í Kastljósi í gær. Hún komst að því að fæðubótarefni eru almennt óþörf. Nú veit ég ekki hvort hún er að tala um prótín, kreatín og annað sem fólk tengir við líkamsrækt eða bara öll fæðubótarefni en því verður kannski svarað með ítarlegri umfjöllun.

Ég er mjög langt frá því að vera sérfræðingur í fæðubótarefnum. Ég veit samt að fólk kaupir ekki orkuduftið Amino Energy vegna þess að það inniheldur svo mikið prótín. Þá kaupir fólk annað. Til dæmis prótínduft.

Þess vegna fannst mér furðulegt að sjá Amino Energy borið saman við mjólkurglas og harðfisk í umfjöllun Kastljóssins.

Það kom líka fram að munnbiti af harðfiski og kaffibolli sé jafn áhrifaríkur og duftskammturinn. Það er talað um að kaffibolli innihaldi um 95 mg af koffíni en uppgefið magn af koffíni í einum skammti af Amino Energy er 160 mg.

Gott og vel.

Hvort fæðurbótarefnin innihalda raunverulega efnin sem fólk telur sig vera að kaupa er ein umræða. Virkni fæðubótarefna er önnur. Þessu var blandað saman í umfjöllun Kastljóss og útkoman er í besta falli ruglingsleg.

Þeim sem vilja kynna sér rannsóknir á efnunum sem eru í fæðubótarefnunum bendi ég á vefinn Examine.com. Þar er á ferðinni sjálfstætt félag sem rannsakar vísindin á bakvið næringar- og fæðubótarefni.

Kynnið ykkur málið. Ekki setja hvað sem er ofan í ykkur vegna þess að loforðin eru fögur. Sumt virkar, annað ekki.

Sjálfur nota ég kreatín og prótín. Auðvitað væri samt best að fá alla næringuna úr fæðu. Ég segi bara vel gert ef fólk hefur tíma, þekkingu og úthald í það.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing