Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, á von á tvíburum ásamt eiginmanni sínum, Birgi Viðarssyni. Þetta staðfestir Björt í samtali við Nútímann.
Björt og Birgir eiga fyrir soninn Garp en stutt er síðan hún sagði samstarfsfólki sínu í Bjartri framtíð fréttirnar.
Björt skipaði fyrsta sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. Hún situr í atvinnuveganefnd og velferðarnefnd fyrir flokkinn.
Björt hefur komið víða við og hefur meðal annars verið formaður Geðhjálpar, mannauðs- og stjórnunarráðgjafi hjá Capacent og meðferðarfulltrúi við Meðferðarheimilið Torfastöðum.
Nútíminn óskar hjónunum og verðandi stórum bróður til hamingju.