Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, leitaði til Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, þegar hann þurfti að láta endurmeta ökuréttindi sín. Fyrsta ökuferðin þeirra saman var í Verzló þar sem þeir tóku þátt í umræðum um áfengisfrumvarp Vilhjálms.
„Það sem ýtti við mér var að ég þurfti að sýna tvö skilríki með mynd þegar ég var að senda umsókn til fyrirtækis erlendis í sambandi við útgáfu rafræanna skilríkja. Ef maður er bílprófslaus á Íslandi, þá er það ekki hægt. Það eru engin alþjóðleg skilríki með mynd nema vegabréf og ökuskirteini,“ segir Helgi Hrafn í samtali við Nútímann.
Helgi tók bílprófið á sínum tíma en trassaði að endurnýja ökuskirteinið fyrir 15 árum. Hann hefur notað Strætó og gengið síðan en lengi hefur staðið til að endurnýja ökuskirteinið.
Þegar hann komst að því að hann þyrfti aðeins að fara í sérstakt aksturmat til að fá að taka prófið aftur renndi hann yfir lista af ökukennurum á internetinu og fann nafn Vilhjálms.
Mér fannst liggja beinast við að spyrja hvort hann þekkti einhvern góðan. Hann sagðist bara taka mig í þetta aksturmat.
Helgi félst á það og fyrsta ferðin var farin í Verzlunarskóla Íslands í dag. Ferðin gekk vel þó Helgi viðurkenni að vera orðinn nokkuð ryðgaður.
En hvernig ökukennari er Vilhjálmur?
„Mjög fínn. mjög skýr,“ segir Helgi Hrafn og þvertekur fyrir að ólík staða þeirra á hinum pólitíska vígvelli hafi nokkur áhrif.
„Nei, alls ekki. Við höfum meira að segja verið saman á þingmáli, til dæmis þingsályktunartillögu um endurskoðun fíkniefnastefnunar. Stundum erum við pólitískir andstæðingar, stundum ekki.“