Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki á neinum tímapunkti að tjá sig við fréttastofu Stöðvar 2 um samskipti sín við fyrrverandi aðstoðarmann innanríkisráðherra. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Myndband af flótta lögreglustjóra má sjá hér fyrir neðan.
Sigríður sagði í viðtali við Eyjuna á Stöð 2 í dag að hún væri ekki á flótta undan fjölmiðlum og hafnaði því að Persónuvernd hefði komist að þeirri niðurstöðu að hún hefði brotið lög.
Sjá einnig: Örskýring um úrskurð persónuverndar
Í frétt Stöðvar 2 má sjá þegar fréttamaður óskar eftir því að hún tjái sig um úrskurð persónuverndar á meðan hún reynir að komast undan. Hún virðist svo sjá Björn Inga Hrafnsson, stjórnanda Eyjunnar, og segir þá:
Þeir sitja hérna um mig þessir menn. Myndirðu kannski taka þetta mál í þínar hendur.
Í þessari frétt má sjá þegar lögreglegustjóri neitar að svara spurningum fréttamanns Stöðvar 2 og reynir að flýja frá honum: