Fréttavefurinn TMZ hefur birt myndband sem sýnir þegar tónlistarmógullinn Suge Knight ekur yfir tvo menn en annar þeirra lést. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Það er ástæða til að vara viðkvæma við því að horfa á það.
Knight hefur verið ákærður fyrir morðið á Terry Carter, sem er seinni maðurinn sem Knight ók yfir. Atvikið átti sér stað í Compton í Kaliforníu þar sem verið var að taka upp atriði í kvikmyndinni Straight Outta Compton sem er byggð á ferli hljómsveitarinnar NWA.
Knight hafði verið rekinn frá öðrum tökustað fyrr um daginn og mætir Cle „Bone“ Sloan í bílastæðinu þar sem myndbandið hefst. Þeir eiga í einhvers konar orðastað sem endar á því að Knight bakkar á Sloan og keyrir svo yfir Carter og drepur hann.
Knight hefur sagt fyrir rétti að hann hafi óttast um líf sitt og hafi verið að flýja af vettvangi. Þá segir hann að bæði Sloan og Carter hafi verið vopnaðir en myndbandið er talið gefa það í skyn.
Fjölskylda Carter óskaði eftir því að myndbandið yrði gert opinbert til að sýna hvað gerðist þennan dag. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan og við vörum viðkvæma við því að horfa á það.