Stór dagur. Nútíminn er búinn að rjúfa 10 þúsund læka múrinn á Facebook. Það er ekki bara skemmtilegt heldur líka gríðarlega mikilvægt.
Facebook er orðin einskonar umferðarstjóri internetsins. Fólk lækar síður sem það kann að meta á Facebook og fær frá þeim margar fréttir á dag. Það ákveður svo eftir umfjöllunarefni, mynd eða fyrirsögn hvort það les viðkomandi fréttir.
Þetta er Facebook búið að átta sig á og taka í sátt. Einu sinni var þessi stærsti samfélagsmiðill heims ekki hrifinn af því að síður birtu tengla sem vísuðu fólki af Facebook. Þess vegna var útbreiðsla slíkra tengla heft og ýmsum brögðum beitt til að koma í veg fyrir að síður á Facebook birtu margar færslur í dag.
Í dag er þetta breytt.
Facebook er búið að uppgvöta að eitt af hlutverkum miðilsins er að koma efni annarra á framfæri. Því er ekkert sem kemur í veg fyrir að Facebook-síður séu nýttar til að birta marga tengla dag. Fólk kemur hvort sem er alltaf aftur á Facebook.
Þá hafa tenglarnir verið fegraðir, myndirnar sem birtast með eru stórar og efni sem fólk tekur vel í á nær góðri dreifingu.
Þetta er ein af ástæðunum fyrir því hversu vel hefur gengið með Nútímann. Frá fyrsta degi höfum við nýtt kraftinn sem býr í notendum Facebook og þannig náð að koma fréttunum og öðru efni duglega á framfæri.
Stór hluti notenda Nútímans koma inn í gegnum Facebook en það sama má segja um stóra miðla á borð við Vísi og mbl. Það er enginn of stór til að nota Facebook.
Nú þurfum við bara að koma okkur upp í 20 þúsund læk sem fyrst — ert þú ekki örugglega búin/n að læka?