Auglýsing

Fjölmiðlakona og varaþingmaður: Óvíst hvort Heiða Kristín sest á þing þegar Björt fer í barneignaleyfi

Heiða Kristín Helgadóttir, fyrrverandi stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og núverandi starfsmaður fréttastofu 365, hefur ekki ákveðið hvort hún setjist á þing þegar Björt Ólafsdóttir fer í barneignaleyfi. Heiða starfar nú við fjölmiðla og er varaþingmaður Bjartar.

Uppfært: Hún segir þó að það fari augljóslega ekki saman að vera fjölmiðlamaður og þingmaður og bætir við að það sé langt í að Björt fari í leyfi og þessar vangaveltur séu því kannski ótímabærar.

Sjá einnig: Þingkona á von á tvíburum

Björt Ólafsdóttir gengur með tvíbura, eins og Nútíminn greindi frá á dögunum. Heiða hætti sem stjórnarformaður Bjartrar framtíðar í desember og í yfirlýsingu sem hún birti á Facebook sagðist ætla að hvíla dagleg afskipti af stjórnmálum um sinn.

Í samtali við Nútímann segist Heiða Kristín ekki búin að ákveða hvort hún taki þingsæti Bjartar, þegar að því kemur.

Heiða tók í kjölfarið við nýju starfi hjá 365. Undanfarið hefur hún skrifað um stjórnmál í Fréttablaðið og tekið viðtöl við stjórnmálafólk. Til stendur að hún stýri vikulegum þætti um þjóðmál á Stöð 2. Þátturinn mun heyra undir fréttastofu 365.

Heiða Kristín var í 2. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu Alþingiskosningum og settist á þing í mars í fyrra sem varaþingmaður Bjartar Ólafsdóttur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing