Auglýsing

Minnihlutaflokkarnir sniðganga þingveislu vegna ESB-málsins

Þingmenn minnihlutaflokkanna, Pírata, Bjartrar framtíðar, VG og Samfylkingarinnar ætla að sniðganga þingveislu sem fer fram í Súlnasal Hótel Sögu í kvöld, samkvæmt heimildum Nútímans. Framganga ríkisstjórnarinnar í málefnum Evrópusambandsins ku vera ástæðan.

Sjá einnig: Hver sagði hvað? Kim Jong-un eða ríkisstjórnin

Eins og Stundin greindi frá í dag hefur þingmönnum, varaþingmönnum og mökum þeirra verið boðið til glæsiveislu í Súlnasal Hótel Sögu í kvöld. Um er að ræða svokallaða þingveislu.

Samkvæmt vef Stundarinnar er fólki boðið í mat og drykk og síðan dansað á eftir. Heiðursgestur samkomunnar verður Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

Loks kemur fram að eitt helsta einkenni veislunnar sé að þar eru eingöngu fluttar ræður í bundnu máli og að mikill glæsileiki einkenni jafnan gesti sem mæta í sínu fínasta pússi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing