Afþreyingarrisinn Sony er nú viðræðum um að opna fyrir streymi á öllum 180 þáttunum af Seinfeld. Netflix hefur dregið sig úr baráttunni en streymisþjónusturnar Hulu, Amazon og Yahoo berjast nú um þennan spikfeita bita.
Sjá einnig: Hraða á Seinfeld til að koma að auglýsingum
Netflix birti um áramótin alla Friends-þættina en talið er að fyrirtækið hafi greitt um 500.000 dali fyrir hvern einasta þátt. Það eru um 70 milljónir króna. Samkvæmt frétt The Wall Street Journal er talið að Sony fari fram á svipað verð fyrir Seinfeld-þættina.
Seinfeld var orðinn vinsælasti grínþáttur heims þegar síðasti þátturinn var sýndur árið 1998. Þátturinn hefur nánast prentað peninga eftir að sýningum var hætt og hefur mokað inn meira en þremur milljörðum dala.