Auglýsing

Örskýring: Formannskjör í Samfylkingunni

Um hvað snýst málið?

Árni Páll Árnason var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar með eins atkvæðis mun á landsfundi flokksins. Hann hlaut 241 atkvæði. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hlaut 240 atkvæði. Anna Pála Sverrisdóttir hlaut eitt atkvæði.

Hvað er búið að gerast?

Sigríður Ingibjörg tilkynnti kvöldið áður en kosning fór fram að hún ætlaði að fara gegn sitjandi formanni. Fram að því hafði verið útlit fyrir að Árni Páll yrði sjálfkjörinn til áframhaldandi setu sem formaður Samfylkingarinnar.

Framboð Sigríðar kom flestum í opna skjöldu. Samkvæmt lögum Samfylkingarinnar þarf að skila inn framboði til formanns nokkru fyrir landsfund, sé ætlunin að fram fari allsherjaratkvæðagreiðsla allra flokksmanna.

Samkvæmt lögunum er hægt að bjóða sig fram til formennsku þannig að landsfundarfulltrúar einir kjósi. Sigríður Ingibjörg nýtti sér það.

Framboð Sigríðar Ingibjargar vakti hörð viðbrögð. Hún var meðal annars gagnrýnd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi formanni flokksins og Valgerði Bjarnadóttur, þingmanni flokksins.

Þá birti Sighvatur Björgvinsson, sem vann að stofnun Samfylkingarinnar á sínum tíma, harðorða grein um framboð Sigríðar.

Hvað gerist næst? 

Sigríður Ingibjörg ætlar að halda áfram í pólitík eftir að hafa íhugað stöðu sína. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í morgun lýsir hún yfir stuðningi við Árna Pál Árnason formann flokksins.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing