345 manns hafa skráð sig í Pírata í mars. 99 manns bættust í hópinn í gær. Eyjan fjallar um málið.
Sjá einnig: Píratar stærstir ásamt Sjálfstæðisflokknum
Fylgi Pírata hefur rokið upp í skoðanakönnunum undanfarið. Flokkurinn er nú með mest fylgi allra flokka ásamt Sjálfstæðisflokknum. Þetta kemur fram í skoðanakönnun MMR sem gerð var á tímabilinu 13. til 18. mars.
Fylgi Pírata mældist nú 23,9%, borið saman við 12,8% í síðustu könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist hins vegar nú 23,4% samanborið við 25,5% í síðustu könnun. Munurinn á fylgi flokkanna er innan tölfræðilegra vikmarka.
Á Eyjunni kemur fram að þann 13. mars voru Píratar um 940. Í gær voru þeir hins vegar orðnir ríflega 1.250. Aukningin er um 33 prósent.