Ekki er hægt að fylgjast sérstaklega með því sem gerist á Íslandi á Twitter og það er glatað drasl. Twitter nýtur nefnilega vaxandi vinsælda á Íslandi, sérstaklega í kjölfar byltingarinnar sem kennd er við kassamerkið #FreeTheNipple.
Twitter býður notendum sínum að fylgjast með hvað fólk er að tala um í kringum sig og kallar það trend. Hægt er að fylgjast með hvað trendar t.d. í Bandaríkjunum, í einstökum borgum eða í heiminum öllum. Þannig fangar Twitter þjóðfélagsumræðuna á hverjum stað fyrir sig.
Ísland er ekki á lista yfir lönd sem hægt er að fylgjast sérstaklega með og því ekki til í augum samfélagsmiðilsins.
Ég vil að þetta breytist. Ég setti þessa færslu inn í dag og bjó til kassamerkið #TwitterRecognizeIceland. Ég hvet alla á Twitter til að endurtísta þessari færslu eða skrifa eigin (helst á ensku) og nota kassamerkið.
Iceland doesn't exist on Twitter. Not cool, @dickc. Not cool at all.
RT to change this #TwitterRecognizeIceland pic.twitter.com/RVxNIMfYR8
— Atli Fannar (@atlifannar) March 26, 2015
Sem samfélagsmiðill hefur Twitter ýmsa kosti framyfir Facebook. Twitter er opinn miðill og hefur ekki ritskoðað myndir í átakinu #FreeTheNipple, líkt og tíðkast á Facebook. Þá er sárafáar hömlur á samskiptum fólks á Twitter ólíkt Facebook sem lokar fólk inni í kunningjahópum sínum.
En nú þarf Twitter að viðurkenna að við erum til. #TwitterRecognizeIceland