Hlynur Kristinn Rúnarsson skrifaði pistil sem vakti mikla athygli þegar hann var birtur á Menn.is í gær. Pistillinn fjallaði um #FreeTheNipple og ég vil aðeins fá að rýna í hann.
Ummælin frá Hlyni eru í boxunum og svör mín koma fyrir neðan.
1. „Þá þyrfti ekkert…“
Ég get ekki hamið mig lengur og verð sennilega dæmdur konuhatari og sagðar verða sögur um mig og þennan status næsta árið. En ef raunin væri í raun að koma af stað byltingu og frelsa þessar geirvörtur kvenna… þá þyrfti ekkert að posta því á fb, twitter eða einhverjum öðrum samskiptamiðli….
Ha? Vegna þess að hlutirnir breytast alltaf sjálfkrafa?
2. Athyglissýkin
Ég get ekki séð en að þetta sé athyglissýki… ég er hreint út svona heimskur að finnast brjóst kynferðislega heillandi… og vill hreint út þakka íslenskum stelpum fyrir að bomba þeim inná netið svo maður þurfi ekki að skilja neitt eftir fyrir ímyndunaraflið…
Þessi ótti við að brjóst hætti að vera sexí útaf #FreeTheNipple átakinu er ástæðulaus og byggður á grundvallarmisskilningi. Ég fer úr að ofan til að koma kærustunni minni til en þegar ég fer í sund er ég ekki að reyna að hóptæla allar stelpurnar í pottinum. Konur vilja einfaldlega hafa sama val og karlmenn. Þetta snýst allt um samhengi.
3. „Ég styð jafnrétti. En…“
Ég styð jafnrétti… en mótmæli þessari aðferðarfræði… Hreint út.. mér finnst hún meira að segja heimskuleg… og ef þetta er í alvörunni the battle you wanna fight.. að geta gengið um berar að ofan ? wtf… hvað með öll málefni sem konur gætu barist fyrir… þetta trendar en ekki hitt..
Ef eitthvað á að breytast þarf að ýta þröskuldinum duglega inn. Þess vegna eru stelpur að rífa sig úr að ofan í skólanum. Og þess vegna eru konur að fara berar að ofan í sund.
Það er enginn að segja að hér eftir verði konur alls staðar berar að ofan. Ekki frekar en karlar. Það er hins vegar verið að reyna að troða því inn í forpokuð höfuð á samfélagslegum þöngulhausum að karlar og konur mega gera sömu hlutina. Ef konu langar að vera ber að ofan í sundi ætti hún að geta gert það án þess að vera í einhvers konar uppreisn.
4. „Gera lítið úr sjálfum sér“
Konur vilja jafnrétti en gera í því að gera lítið úr sjálfum sér… „með aðferðarfræðinni og hvað er barist um í þessu jafnrétti“
Ég hef ekki séð eina konu gera lítið úr sjálfri sér með því að taka þátt í #FreeTheNipple átakinu. Þvert á móti hef ég séð stelpur, konur, mömmur og ömmur setja fram skýra kröfu á róttækan hátt sem hefur vakið heila þjóð til umhugsunar.
Segðu mér að þessi kona sé að gera lítið úr sjálfri sér:
Drottningin hún móðir mín vildi vera með í byltingunni. Hún greindist með brjóstakrabbamein árið 2013 #FreeTheNipple pic.twitter.com/T0pUB4X1nU
— karó (@karoxxxx) March 25, 2015