Auglýsing

Formaður samninganefndar ríkisins er staddur í Myanmar

Páskarnir voru ekki nýttir í samningaviðræður við BHM en formaður samninganefndarinnar ku vera erlendis. Fjölmargar starfséttir hefja verkfall í dag.

 

Páll Halldórsson, formaður Bandalags háskólamanna, gagnrýnir í Fréttablaðinu í dag að ríkið hafi ekki viljað nýta páskana í samningaviðræður. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu um helgina að boðuð verkföll væru lögleg en fjölmiðlar hafa ekki náð í Gunnar Björnsson, formann samninganefndar ríkisins, vegna gagnrýni Páls.

Heimildir Nútímans herma að Gunnar Björnsson sé staddur Asíu — nánar tiltekið í Myanmar en snúi aftur í vikunni. Það útskýrir mögulega af hverju það hefur ekki náðst í hann.

„Ég myndi gjarnan vilja komast í það að fara að vinna í þessu máli. Við vitum það alltaf að þetta eru ekkert einföld mál og það tekur tíma að vinna úr þeim,“ segir Páll í samtali við Fréttablaðið í dag.

Fjölmargar starfséttir hefja verkfall í dag. Þau hafa meðal annars áhrif á starfsemi Landspítala en geislafræðingar, lífeindafræðingar, náttúrufræðingar og ljósmæður tilheyra aðildarfélögum innan Bandalags háskólamanna.

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítala, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að verkfallið hafi verulega truflandi áhrif á starfsemi Landspítalans.

„Þetta er aðeins öðruvísi heldur en læknadeilan, en ég held að þetta hafi ekkert síður áhrif á starfsemi spítalans en læknadeilan hefur haft. Þannig að við eigum svolítið eftir að sjá hvernig næsta vikan þróast.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing