John Oliver og þáttur hans Last Week Tonight er með því betra sem er í sjónvarpi í dag.
Oliver flaug á dögunum alla leið til Rússlands til að hitta Edward Snowden og spjallaði við hann um NSA, jafnvægið milli einkalífs og öryggis og að sjálfsögðu typpamyndirnar sem stjórnvöld í Bandaríkjunum sjá.
Útkoman er þetta frábæra innslag um hvernig stjórnvöld í Bandaríkjunum fylgjast með borgurum sínum og öðrum. Þeim félögum tekst að útskýra málið á ótrúlegan góðan hátt með hjálp typpamynda.