Kosningaþáttaka ungs fólks hefur minnkað undanfarin ár. Nú hyggst Björt framtíð ná til unga fólksins með aðferð sem aðeins unga fólkið skilur: Snapchat.
Björt framtíð varð í gær fyrsti íslenski stjórnmálaflokkurinn til að stofna aðgang á samfélagsmiðlinum Snapchat. Notendanafn flokksins er bjortframtid og með þessu hyggst flokkurinn gefa betri innsýn í störf Alþingis, sem hann segir á Twitter að sé frekar lokuð stofnun.
Björt framtíð notaði Twitter til að tilkynna þetta í gær:
Við ætlum að ríða á vaðið og vera fyrsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi með Snapchat (bjortframtid). Meira gagnsæi & opnara Alþingi!
— Björt framtíð (@bjortframtid) April 9, 2015
En það voru ekki allir sannfærðir.
Björt framtíđ ađ vera hip og kúl flokkurinn
So lame.#snapchat
— Bjarni H. Kreutzhage (@ThorirSaem) April 9, 2015
Í umræðum á Twitter kom meðal annars fram að S. Björn Blöndal, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar, hafi tapað í kosningu um málið á framkvæmdastjórnarfundi flokksins. Hann þvertók hins vegar fyrir það, þrátt fyrir að virðast ekki sanfærður um ágæti Snapchat.
@bjortframtid @soleytomasar Þetta er atvinnurógur. Ég er hip og cool. Snapchat er drasl. Lifi byltingin!
— S. Bjorn Blondal (@SBBlondal) April 9, 2015
Valgerður Björk, framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar útskýrði svo málið nánar.
@SBBlondal @bjortframtid @soleytomasar gamalt fólk skilur heldur ekkert snapchat. Þetta er fyrir unglingana.
— Valgerður Björk (@valgerdurbjork) April 9, 2015