Auglýsing

Fyrsti íslenski stjórnmálaflokkurinn kominn á Snapchat

Kosningaþáttaka ungs fólks hefur minnkað undanfarin ár. Nú hyggst Björt framtíð ná til unga fólksins með aðferð sem aðeins unga fólkið skilur: Snapchat.

 

Björt framtíð varð í gær fyrsti íslenski stjórnmálaflokkurinn til að stofna aðgang á samfélagsmiðlinum Snapchat. Notendanafn flokksins er bjortframtid og með þessu hyggst flokkurinn gefa betri innsýn í störf Alþingis, sem hann segir á Twitter að sé frekar lokuð stofnun.

Björt framtíð notaði Twitter til að tilkynna þetta í gær:

En það voru ekki allir sannfærðir.

Í umræðum á Twitter kom meðal annars fram að S. Björn Blöndal, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar, hafi tapað í kosningu um málið á framkvæmdastjórnarfundi flokksins. Hann þvertók hins vegar fyrir það, þrátt fyrir að virðast ekki sanfærður um ágæti Snapchat.

Valgerður Björk, framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar útskýrði svo málið nánar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing