Auglýsing

Sony vildi láta loka fyrir Netflix á Íslandi

Keith Le Goy, yfirmaður hjá Sony reyndi í nóvember árið 2013 að fá á efnisveituna Netflix til að loka fyrir ólöglega notkun á þjónustunni á Íslandi. Þetta kemur fram á vef RÚV sem vitnar í tölvupóst sem Le Goy sendi forsvarsmönnum Netflix.

Tölvupósturinn er hluti af Sony-lekanum sem nú er aðgengilegur á vef Wikileaks.

Sjá einnig: Nýtt á Netflix í apríl

Í tölvupóstinum kemur fram að dreifingaraðilar á Íslandi og fleiri löndum hafi sett sig í samband við Sony um að loka fyrir að fólk geti keypt aðgang að Netflix með krókaleiðum. Þrátt fyrir að þjónusta Netflix sé ekki í boði er hún notuð af tugum þúsunda.

Þá kemur fram að þessi ólögleglega notkun hafi farið mjög fyrir brjóstið á forsvarsmönnum Sony. Le Goy lagði mjög hart að yfirmönnum Netflix að þeir myndu reyna loka fyrir aðgang í þessum löndum.

Loks kemur fram að Netflix hafi ekki verið hrifið af því að grípa til slíkra aðgerða þar sem fyrirtækið taldi að þær myndu gera fólki sem nálgast þjónustuna á löglegan hátt erfitt fyrir.

Nútíminn greindi frá því í október að Netflix væri að vinna að því að gera þjónustu sína aðgengilega á Íslandi. Í janúar kom svo fram að það styttist í komu afþreyingarrisans.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing