Auglýsing

Of Monsters and Men tekur upp myndband: Bannað að deila myndum af tökustaðnum

Nú styttist í nýja plötu frá Of Monsters and Men en áður en hún kemur út hyggst hljómsveitin taka upp myndband við lagið Crystals.

 

Of Monsters and Men sendi frá sér textamyndband við Crystals, fyrsta lagið af væntanlegri plötu í mars. Myndbandið er komið með hátt í tvær milljónir áhorfa og aðdáendur hljómsveitarinnar hafa skilið eftir hátt í þúsund athugasemdir.

Sjá einnig: Siggi Sigurjóns minnir fólk á Robin Williams

En þetta var jú, aðeins textamyndband. Slík myndbönd eru ódýrari í framleiðslu en opinber tónlistarmyndbönd og þjóna öðrum tilgangi. Í dag tekur Of Monsters and Men upp tónlistarmyndband við lagið Crystals og það eru harla litlar líkur á því að við fáum að sjá hvernig það lítur út fyrr en hljómsveitin sendir það frá sér.

Eðilega er nefnilega stranglega bannað að deila myndum frá tökustaðnum á Facebook, Instagram, Twitter og öðrum samfélagsmiðlum. Þetta er ansi skýrt á tökustaðnum eins og þessi myndin hér fyrir ofan, sem hljómsveitin deildi á Twitter sýnir.

Crystals er fyrsta lagið af væntanlegri plötu Of Monsters and Men, Beneath the Skin, sem kemur út 8. júní á Íslandi á vegum Record Records. Hljómsveitin leggur í tónleikaferðalag á næstunni og eru fyrstu tónleikarnir fyrirhugaðir í Massey Hall í Toronto í Kanada 4. maí.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing