Auglýsing

Stjörnulið leikara og grínista með hlutverk í bandarískum grínþætti

Hópur íslenskra leikara og grínista fer með hlutverk í nýjum grínþáttum frá grínistum úr Saturday Night Live. Þekktir grínistar úr þáttunum fara með aðalhlutverkin.

 

Hópur bandarískra kvikmyndagerðarmanna er nú staddur hér á landi að taka upp grínþátt með leikurunum Bill Hader, Fred Armisen og Seth Meyers í aðalhlutverkum.

Þeir eru þekktastir fyrir hlutverk sín í grínþáttunum Saturday Night Live en hafa einnig komið fram í kvikmyndum og þáttum á borð við Superbad, The Skeleton Twins, Portlandia ásamt því að Seth Meyers stýrir kvöldþættinum Late Night with Seth Meyers.

Lorne Michaels, framleiðandi Saturday Night Live, kemur að framleiðslu þáttanna. Hér má sjá þá Meyers, Armisen og Hader í góðum gír:

Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum var leitað að íslenskum leikurum í þættina. Samkvæmt upplýsingum Nútímans eru Ari Eldjárn, Saga Garðarsdóttir, Siggi Sigurjóns, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir og Þorsteinn Guðmundsson komin með hlutverk í þáttunum.

Enn er þó leitað að aukaleikurum í þættina og þau sem hafa áhuga á að taka þátt í atriði í þættinum á fimmtudaginn, sumardaginn fyrsta, er bent á þennan hóp á Facebook.

Slegið verður upp hátíð í miðbænum á fimmtudaginn þar sem tökurnar fara fram. Þættirnir eru í svokölluðum „mockumentary“-stíl. Þeir líta sem sagt út eins og heimildarþættir en verða skrifaðir.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing