Auglýsing

Leyfðu fólki að smakka skordýraprótínstykkin: „Mjög gott – Geðveikt“

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Crowbar Protein hyggist hefja framleiðslu á skordýraprótínstykki sínu Jungle Bar og hafa opnað fyrir hópfjármögnun á Kickstarter. Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 9.000 dalir safnast, eða um 1,2 milljónir króna.

Félagarnir Búi Bjarmar Aðalsteinsson vöruhönnuður og Stefán Atli Thoroddsen viðskiptafræðingur leyfðu fólki að smakka prótínstykkin á dögunum. Myndband af smökkuninni má sjá hér fyrir neðan.

Jungle Bar er framleitt úr krybbuhveiti, döðlum, sesam-, graskers- og sólblómafræjum og súkkulaði. Krybbuhveitið er framleitt í Bandaríkjunum til manneldis úr krybbum sem hafa verið þurrkaðar og malaðar í fínt hveiti.

Hér má sjá fólk borða skordýr og njóta þess.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing