Ungir jafnaðarmenn stóðu fyrir fjöldainnhringingu í símatíma Útvarps Sögu í dag.
Á meðal þeirra sem hringdu inn var Karl Sigurðsson, Baggalútur og fyrrverandi borgarfulltrúi. Hann minnti á sjálfan Jón Gnarr og það héldu eflaust einhverjir að meistarinn væri að verki. Símtalið má heyra hér fyrir neðan.
Karl deildi falskri lífreynslusögu með hlustendum stöðvarinnar og sagðist heita Jakob.
Ummæli hlustenda Útvarps Sögu um hinseginfræðslu vöktu mikla athygli í vikunni. Ungir jafnaðarmenn hvöttu fólk til að hringja inn í símatíma stöðvarinnar í morgun frá 9 til 12 og taka þannig upp hanskann fyrir minnihlutahópa á borð við hinsegin fólk og innflytjendur „sem verða fyrir reglulegu aðkasti á stöðinni.“
Hér má heyra Kalla „trölla“ símatíma Útvarps Sögu.