Auglýsing

Teiknar tittlinga til að vekja athygli á holum í götum: Bæjaryfirvöld brjáluð

Götulistamaðurinn Wanksy hefur teiknað tittlinga í kringum holur í götum Bury í Englandi. Þessi skapandi skemmdarvargur hefur vakið heimsathygli en hann ítrekar að málningin sem hann notar muni skolast í burtu innan tveggja vikna.

Wanksy byrjaði að mála tittlinga á göturnar eftir að fjölmargir vinir hans slösuðust við hjólreiðar í bænum. „Ég vildi varpa ljósi á holurnar í götunum og gera það á eftirminnilegan hátt. Ekkert er betur til þess fallið en risastórt og fyndið typpi,“ sagði hann í viðtali um málið.

p39lBaH

Wanksy sagði á Facebook-síðu sinni að verkefnið væri byrjað að skila árangri. Tveimur sólarhringum eftir að hann teiknaði tittlingana höfðu borgaryfirvöld fyllt upp í fjölmargar holur sem voru allt að ársgamlar.

t0XB1fU

Bæjaryfirvöld í Bury eru alls ekki ánægð með upptækið sem þau segja ekki aðeins heimskulegt heldur einnig móðgandi. Bæjarfulltrúi í Bury spyr í yfirlýsingu hvort Wanksy átti sig á hvernig fjölskyldum með ung börn líði á leiðinni í skólann. Þá segir hann að kostnaður við að fjarlægja tittlingana verði til þess að ekki sé til peningur til að fylla upp í holurnar.

66g6ZH0

Wanksy blæs á þetta í samtali við BBC og segir málninguna skolast af malbikinu innan tveggja vikna. „Þetta er ekki ósvipað krít,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing