Afþreyingarrisinn Hulu hefur gert samning við Sony um að streyma öllum 180 þáttunum af Seinfeld í efnisveitu sinni.
Talið er að Hulu hafi þurft að punga út tæplega milljón dölum á þátt sem gerir samninginn um 180 milljón dala virði. Það eru um 24 milljarðar íslenskra króna.
Sjá einnig: Netflix dregur sig úr baráttunni um Seinfeld
Vangaveltur hafa verið um hvaða efnisveita myndi næla í Seinfeld en í fyrstu var talið að Netflix myndi hreppa hnossið.
Um áramótin komu allir þættirnir af Friends inn á Netflix og samkvæmt frétt Variety er talið að þættirnir hafi gert góða hluti fyrir afþreyingarrisann.