Nýjasta uppfærslan á Windows 10, fyrir síma og tölvur, gefur fólki möguleika á að senda hvort öðru fingurinn.
Emoji eru litlu broskallarnir og myndirnar sem fólk sendir sín á milli í spjalli og á samfélagsmiðlum. Microsoft er eina tæknifyrirtækið sem er með emoji sem gefur fingurinn en emoji-myndir hafa hingað til verið jákvæðar. Allavega krúttlegar.
Apple, Google og Twitter láta fingurinn alveg vera. Í nýjustu uppfærslunni á iOS er fingurinn hvergi sjáanlegur og Android-kerfið frá Google gengur ekki heldur svo langt.
Hérna ætti fingurinn að sjást ef kerfið þitt styður hann: – en allar líkur eru á að þú sjáir kassa með x-i. Microsoft býður meira að segja upp á fingurinn í mismunandi húðlitum, eins og myndin hér fyrir ofan sýnir.