Auglýsing

Jón Gnarr hitti Michael Moore

Kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore er staddur á Íslandi. Hann hitti Jón Gnarr og Frosta Gnarr nú í kvöld.

Jón birti þessa mynd á Twitter rétt í þessu.

Samkvæmt heimildum Nútímans er hann að gera heimildarmynd um íslenska og norska heilbrigðiskerfið.

Sömu heimildir herma að upplegg myndarinnar sé lág tíðni mæðradauða hér á landi og í Noregi miðað við í Bandaríkjunum.

Heimildarmyndir Moore eru bæði víðfrægar og umdeildar. Mynd hans Fahrenheit 9/11, sem fjallar um forsetatíð George Bush, er tekjuhæsta heimildarmynd allra tíma.

Hann er einnig þekktur fyrir myndirnar Bowling for Columbine og Sicko, þar sem hann fjallaði um heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum með sérstakri áherslu á tryggingarfélögin og lyfjaiðnaðinn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing