Bandaríski grínþátturinn Saturday Night Live hefur fengið mikið hrós fyrir Múhameð-brandara í þætti gærkvöldsins.
Þátturinn gerði grín að hræðslunni við að teikna myndir af spámanninum Múhameð og bæði fjölmiðlar og almenningur vestanhafs hafa talað um gæði atriðisins.
Atriðið má sjá hér fyrir neðan.
Þetta er afar viðkvæmt málefni en í byrjun maí voru tveir árásarmenn skotnir til bana í Texas eftir að þeir hófu skothríð á öryggisvörð við myndasamkeppni af spámanninum Múhameð.