Auglýsing

Hakkari tók stjórn á flugvél í skamma stund eftir að hafa brotist inn í tölvukerfi vélarinnar

Hakkara var vísað úr flugvél í febrúar eftir að hann tísti um öryggisgalla vélarinnar. Áður hafði honum tekist að taka stjórn á flugvél og láta hana fljúga til hliðar í skamma stund. Þetta kemur fram í umsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI um leitarheimild.

Hakkarinn Chris Roberts starfar sem öryggisráðgjafi hjá One World Labs. Hann sagði fulltrúum FBI í febrúar að hann hafi hakkað sig inn í afþreyingarkerfi United Airlines-flugvélar og breytt kóða í svokallaðri Thrust Management-tölvu á meðan hann var um borð í vélinni.

Það gerði honum kleift að taka stjórn á vélinni og breyta stefnu hennar. Þetta kemur fram í sömu gögnum frá FBI.

Roberts var í flugi frá Chicago til Syracuse í New York og birti galgopalegt tíst á Twitter um að hann væri að spá í að hakka sig inn í tölvukerfi flugvélarinnar.

Þegar vélin lenti í Syracuse biðu hans tveir fulltrúar frá FBI og tveir lögregluþjónar. Hann var yfirheyrður í marga klukkutíma, samkvæmt frétt Wired.

Þá voru tvær fartölvur hans gerðar upptækar ásamt nokkrum hörðum diskum og usb-lyklum.

Í gögnum FBI kemur fram að hann viðurkenni að hafa oft hakkað sig inn í tölvukerfi flugvéla. Hann segist einu sinni hafa tekið stjórn á flugvél í skamma stund en hefur ekki gefið upp hvenær það var.

Wired fjallar nánar um málið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing