Auglýsing

Elín Hirst segir mótmæli ekki til fyrirmyndar: Skemmdarverk og ofbeldi eiga ekki heima í samfélaginu

Mótmælt var á Austurvelli í gær og greinir Vísir frá því að talið sé að 2-3.000 manns hafi mætt á svæðið. Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að mótmælendur verði að vera yfirvegaðir og málefnalegir.

Elín birti mynd á Facebook-síðu sinni í morgun sem sýnir Alþingishúsið þrifið eftir mótmælin í gær.

„Eggjum var kastað í glugga og veggi hússins, en mótmælin í gær voru því miður ekki til fyrirmyndar, eins og oftast áður nú í seinni tíð,“ segir hún.

Mótmæli eru hluti að lýðræðinu og styð það að kjósendur mótmæli því sem þeir mislíkar hjá stjórnvöldum en það verður að gera af yfirvegun og málefnalega; skemmdarverk og ofbeldi eiga alls ekki heima í þessu samhengi.

Sara Oskarsson sá um fundarstjórn í gær og fram komu KK, Valdimar og Jónína Björg Magnúsdóttir. Ræðumenn voru Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir og Bragi Páll Sigurðarson.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing